Kjarna­fjöl­skyldum fjölgaði um 1.632 frá árinu áður og eru nú 86.300 alls á landinu. Til þessara fjöl­skyldna teljast 242.531 ein­staklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Barna­fjöl­skyldum fjölgaði um 840 frá því árinu áður, barn­lausum hjóna­böndum og sam­búð um 713 og ein­stak­lingum um 401. Fjöl­skyldur með ein­stæðum feðrum fjölgar um 85 en fjöl­skyldur með ein­stæðum mæðrum fækkar um sex.

Af kjarna­fjöl­skyldum eru hjón án barna stærsti flokkurinn með 39,9 prósent eða um 34.434 fjöl­skyldur.

Þar á eftir eru hjón með börnum 27,2 prósent, sam­búðar­fólk með börnum 12,8 prósent, ein­stæðar mæður með börnum 12,7 prósent, sam­búðar­fólk án barna 5,6% og ein­stæðir feður með börnum 1,8 prósent.

Horft er á laga­lega skil­greiningu á kjarna­fjöl­skyldum þar sem 17 ára og yngri teljast sem börn. Hag­stofan skoðar nú nýja skil­greiningu þar sem ein­staklingar til 25 ára aldurs teljist til barna í kjarna­fjöl­skyldum en það þykir endur­spegla betur raun­veru­leikann.

Eftir laga­legu skil­greiningunni eru 126.261 mann­eskjur skráðir sem ein­hleypir ein­staklingar en ef horft er á nýju skil­greininguna þá fækkar þeim um tæp­lega 24.500.