Helgi Pé, tón­listar­maður og for­maður Lands­sam­bands eldri borgara, var í við­tali við Sig­mund Erni Rúnars­son í þættinum Manna­mál á Hring­braut í gær­kvöldi. Þar fór hann yfir feril sinn í Ríó tríó, frá­fall vinar síns Ólafs Þórðar­sonar, gleði­stundir, mál­efni eldri borgara, á­föll og harm. Það var af nægu að taka.

Hlúa þarf betur að öldruðum

Helgi er, eins og áður segir, for­maður Lands­sam­bands eldri borgara. Hann segir að á margan hátt sé gert ráð fyrir því að eldra fólk setjist í helgan stein og haldi sig til hlés. „Það að eldra fólk sé veikt fólk er svo fast í hugsun okkar,“ segir Helgi.

Ákveðinni staðal­í­mynd af eldra fólki sé haldið að fólki. „Sjö­tugur maður, þegar ég var tví­tugur, hann var á grafar­bakkanum. Það voru sýndar myndir af fjör­gömlu fólki í flóka­skóm og það allt saman, fólk sem þarf á mikilli að­stoð og er veikt. Fólk áttar sig ekki á því að það er heil kyn­slóð á milli þeirra sem eru fimm­tugir og upp að átta­tíu ára.“

Helgi segir að það sé þörf á miklum úr­bótum í mál­efnum aldraðra. „Þessi hjúkrunar­heimilis­hugsun, þar sem vissu­lega er verið að gera góða hluti, hún er bara allt of yfir­gnæfandi. Fólk býr heima hjá sér eins lengi og það mögu­lega getur, með heimilis­að­stoð og öðru slíku. Síðan þegar það úr­ræði er búið og fólk er orðið las­burða, þá fer það bara beint á hjúkrunar­heimili. Við höfum ekkert ræktað partinn þarna á milli.“

Hann segir að hafa þurfi tvö lykil­orð í huga þegar kemur að um­önnun og úr­ræðum fyrir aldraða: öryggi og sam­veru. „Finnum lausn á því að fólk geti búið við öryggi og hafi að­gang að þjónustu, ef það vill og þarf. Ekki að það sé allt saman bókað á fólk, heldur bara það sem þú þarft. Og síðan að þú búir í sam­veru við aðra, hafir að­gang að fólki,“ segir Helgi og bætir við: „Ein­semd er mesta heil­brigðis­vanda­mál í heiminum.“

Hefur kynnst krabba­meini betur en margur

Helgi hefur þrisvar greinst með krabba­mein og allt var það af sitt­hvoru tagi. Þetta ill­víga mein hefur haft á­hrif á líf hans frá unga aldri, en hann missti móður sína úr krabba­meini að­eins 42 ára gamla. Helgi opnaði sig um bar­áttu sína við Sig­mund Erni.

„Fyrst þegar ég var rétt rúmlega fertugur, í blöðru og það var mjög alvarlegt „case.“ Þá var ég skíthræddur, var með lítil börn og allt það,“ sagði Helgi.

Hann sigraðist á krabbameininu og kann læknum sínum bestu þakkir fyrir. Í kjöl­farið fór Helgi í reglu­bundnar skoðanir og eftir­lit og í eitt slíkt skipti komst upp krabbamein í blöðruhálskirtli. Fá­einum árum síðar greinist hann í þriðja skipti og þá með krabba­mein í ristli. Í öllum þremur tilvikum hefur meinið greinst snemma og tekið hefur verið fljót­lega á þeim.

Helgi kveðst heppinn maður og undir­strikar mikil­vægi þess að karl­menn fari í krabba­meins­skoðun: „Farið þið í tékk!“

„Eins og gamall jóla­sveinn“

Eitt helsta ein­kennis­merki Helga Pé hefur ó­neitan­lega verið yfir­vara­skeggið sem hann hefur skartað svo ára­tugum skiptir. Nú er það hins vegar fokið af.

„Þetta var ein­hver brjál­semi,“ sagði Helgi, að­spurður hvernig standi á því að skeggið sé farið. „Birna [eigin­kona Helga] hafði verið að spyrja hvort ég gæti ekki farið að losa mig við þetta og sagði „þú ert eins og gamall jóla­sveinn.““ Hann hafi því ekki þorað öðru en að raka skeggið af.