Stefán Ólafs­son, prófessor í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands og sér­fræðingur hjá Eflingu, segir að allt jafnaðar­fólk og allir femín­istar ættu að fagna til­komu Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur í bar­áttuna á vett­vangi þjóð­málanna.

Stefán skrifar grein sem birtist á vef Vísis í dag þar sem hann kemur Sól­veigu Önnu til varnar og gagn­rýnir um leið Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífsins.

Stefán þekkir Sól­veigu vel og bendir á að hún sé út­sjónar­söm og prag­matísk. Þá hafi það sýnt sig að hún er slyng samninga­kona.

„Margir finna hins vegar að því að Sól­veig Anna sé ó­fáguð í tals­máta og ó­venju bein­skeytt og stundum hvöss. Í karla­heimi for­tíðar hefði sjálf­sagt verið sagt um þá sem þannig tjáðu sig að þeir töluðu sjó­manna­mál eða eins og Guð­mundur Jaki - og naut það gjarnan virðingar. En bein­skeyttur og gagn­rýninn tals­máti Sól­veigar Önnu er stundum notaður sem á­tylla til að telja hana ekki húsum hæfa. Þetta er notað gegn henni og senni­lega meira en ef um karl væri að ræða. Hverjum hefði dottið í hug að for­dæma tals­máta Guð­mundar Jaka þegar hann las at­vinnu­rek­endum pistilinn á sinn hvassa hátt hér áður fyrr?“

Stefán segir að tals­máti Sól­veigar Önnu komi til af því að hún er á­kveðin og öflug um­breytinga­kona.

„Það kallar á gagn­rýni og hispurs­leysi í fram­setningu til að ná árangri í um­breytingum, þegar til­efni til gagn­rýni og brýninga eru næg. Og það eru þau vissu­lega þegar um er að ræða kjör og lífs­bar­áttu lág­launa­fólks - og ekki síst lág­launa­kvenna.“

Í grein sinni gagn­rýnir hann Hall­dór Benja­mín nokkuð harð­lega.

„Hvernig Hall­dór Benja­mín, fram­kvæmda­stjóri sam­taka at­vinnu­rek­enda (SA), leyfir sér að tala um hana sem ó­alandi og ó­ferjandi er ein­stakt og raunar kennslu­bókar­dæmi um lítils­virðingu - ef ekki bein­línis kven­fyrir­litningu,“ segir hann og bætir við að Hall­dór eigi lögum sam­kvæmt að virða sjálf­stæðan samnings­rétt Eflingar og for­ystu þess fé­lags. Hann tali eins og Sól­veigu Önnu gangi illt eitt til í bar­áttunni fyrir betri kjörum lægst launaða verka­fólksins.

„Þannig er eins og frítt skot­leyfi hafi verið gefið út á Sól­veigu Önnu. Stjórn­mála­menn sem ættu að styðja hana í nafni jafnaðar- og kven­frelsis­stefnu láta eins og hún sé ýmist ekki til eða að fé­lags­skapur hennar sé þeim ekki sæmandi.“

Grein Stefáns í heild sinni á vef Vísis.