Gos­virknin í Geldinga­dölum er enn eins og hún var í gær þegar hún breyttist. Kviku­stróka­virkni sem hafði verið stöðug undan­farna daga tók að sveiflast og dettur nú niður í um þrjár mínútur en eykst svo aftur með hærri strókum.

„Það eru enn strókar. Ég var þarna í nótt og það var alveg á fullu,“ segir Bjarki Kalda­lóns Friis, náttúru­vá­r­sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands.

Er þetta ekki nokkuð magnað?

„Jú, og að heyra þetta. Þú heyrir alveg drunur. En það er ró­legt inn á milli, mallandi, svo allt í einu gýs og það er eins og að horfa á Geysi. Það fer alveg rosa­lega hátt,“ segir Bjarki.

Hann segir að strókarnir fari vel yfir fjöll í ná­lægð við eld­gosið og að hraun­flæðið sé nokkuð stöðugt. Það renni í átt að Mera­dölum.

Hann segir að það séu skiptar skoðanir á því hvað þetta er. Sumir haldi að gosinu sé að ljúka en aðrir hafi borið það saman við Kröflu­elda og gosið í Surts­ey.

„Við vitum ekki alveg við hverju við eigum að búast,“ segir Bjarki.

Fundað verður á Veðurstofunni klukkan 9 í dag til að fara yfir hvort að það þurfi að stækka hættusvæðið vegna breytingunnar á kvikustrókavirkninni.

Þor­valdur Þórðar­­son, prófessor í eld­­fjalla­­fræði við Há­­skóla Ís­lands, sagði í gær að gas­­mælingar við eld­­stöðvarnar í Geldinga­­dölum geti bent til þess að fram­­leiðnin í gosinu hafi aukist.