Um eins mánaðar­gamalt unga­barn fannst fljótandi í tré­kassa í Gan­ges-fljóti á Ind­landi í vikunni. Sam­kvæmt frétt the Guar­dian heilsast barninu vel en það hafði verið vafið í rauðar slæður. Á­samt unga­barninu voru myndir af Hindú-guðum í kassanum. Þar var einnig að finna upp­lýsingar um fæðingar­dag og nafn barnsins, Ganga, sem á Hindí þýðir heilaga á.

Barnið fannst í ind­verska ríkinu Uttar Pra­desh en veiði­maður í fljótinu heyrði barns­grátur áður en hann kom auga á tré­kassann.

„Það er erfitt að segja með vissu hversu gamalt barnið er eða hversu lengi það hefur verið í fljótinu. Barninu heilsast vel og er í læknis­skoðun. Við erum að reyna komast að því hvaðan barnið kemur,“ er haft eftir Ind­verskum lög­reglu­manni á vef Guar­dian.

„Það er erfitt að stað­festa hversu lengi hún flaut um í ánni. Veiði­maðurinn heyrði hljóð koma úr kassanum og þannig fann hann barni,“ segir lög­reglu­maðurinn enn fremur.