Einn virtasti leik­stjóri heims, Simon McBur­n­ey, vinnur nú að undir­búningi leik­sýningar í Þjóð­leik­húsinu, sem skipuð verður al­þjóð­legum leik­hópi.

Sýningin byggir á skáld­sögu Nóbels­verð­launa­hafans Olgu Tokarczuk, Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu og mun starfs­fólk Þjóð­leik­hússins vinna hana í sam­starfi við hinn virta leik­hóp Complicité í Odéon-leik­húsinu í París, en sýningin mun ferðast um heiminn á næsta ári og verður sýnd á fjölum Þjóð­leik­hússins á árinu.

Sýningin markar upp­haf sam­starfs Þjóð­leik­hússins við Complicité, en hópurinn hefur verið meðal fremstu leik­hópa heims um ára­bil.

„Það eru stór­tíðindi að hinn ein­staki leik­hópur Complicité, með einn fremsta leik­stjóra heims í farar­broddi, sé kominn í sam­starf við ís­lenskt leik­hús,“ segir Magnús Geir Þórðar­son Þjóð­leik­hús­stjóri. „Við erum í skýjunum og hlökkum mikið til sam­starfsins,“ bætir hann við. Magnús hefur sjálfur lengi verið mikill að­dáandi McBur­n­ey. „Það má því segja að hér sé draumur minn og fleira ís­lensks leik­hús­fólks að rætast,“ segir Magnús Geir.