Einn hepp­inn vinn­ings­hafi í lottó var með all­ar töl­ur rétt­ar í kvöld. Hann vann 21 milljón og 550 þúsund. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá.

Vinn­ingstöl­ur kvölds­ins voru 15 21 23 33 40

Sam­kvæmt get­spá keypti sá heppni vinn­ings­miðann í snjall­síma­forriti Lottó.

Fjór­ir fengu ann­an vinn­ing sem hljóðar upp á 236 þúsund krón­ur, tveir miðar voru keypt­ir á lotto.is, einn í Holta­nesti í Hafnar­f­irði og einn í Olís í Álf­heim­um.

Einn var með all­ar jóker­töl­ur kvölds­ins rétt­ar og vann tvær millj­ón­ir. Sá miði var keypt­ur í Happa­hús­inu í Kringl­unni.