Einn lottóspilari fékk 27 milljónir króna í útdrætti kvöldsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Tölurnar sem dregnar voru út voru 10, 27, 31, 32 og 40.

Einn var með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fékk hann 464 þúsund krónur.

Sex spilarar fengu 100 þúsund krónur í jókernum.