Karl­maður á fimm­tugs­aldri var í Héraðs­dómi Reykja­víkur í dag úr­skurðaður í tíu daga gæslu­varð­hald vegna and­láts mannsins sem féll fram af svölum fjöl­býlis­húss í Úlfarsár­dal í Reykja­vík í gær. Hinn látni er karl­maður á sex­tugs­aldri. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Mikill við­búnaður var í gær þegar til­kynnt var um að maður hefði fallið fram af svölum fjöl­býlis­hússins. Fimm er­lendir karl­menn voru hand­teknir á staðnum og voru yfir­heyrðir af lög­reglu í morgun. Fjórir voru látnir lausir í dag en farið var fram á gæslu­varð­hald yfir þeim fimmta.

Í til­kynningu frá lög­reglu segir að rann­sókn gangi vel og að hún miði að því að komast að því hvað varð til þess að maðurinn féll fram af svölunum.