Einn er slasaður eftir að fólksbifreið lenti utan þjóðvegar 1 skammt vestan Efra Bakkakots.
Slysið varð klukkan 11:08 í morgun og viðbragðsaðilar kallaðir til frá Vík og úr vestri. Verið er að flytja þann slasaða af vettvangi en í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að þyrla hafi ekki verið tiltæk í flutninginn.
Rannsóknarlögreglumenn og rannsóknarnefnd samgönguslysa eru nú við vinnu á vettvangi. Vegurinn er lokaður en hjáleið um Raufarfellsveg og búast má við að vettvangsvinna taki einhvern tíma.
Eyjafjöll: Hringvegur (1) er lokaður við Laugará undir Eyjafjöllum vegna umferðaróhapps. Hjáleið er um Raufarfellsveg (242). #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 10, 2022