Einn heppinn miðaeigandi var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld og fær því rúmar 19 milljónir króna fyrir en þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Vinningsmiðinn var keyptur á heimasíðu Lottó.

Þá skiptu tveir á milli sín bónusvinningnum og fá hvor um sig 223 þúsund krónur. Annar vinningsmiðinn var keyptur á N1 Kaupvangi á Egilstöðum en hinn var í áskrift.

Enginn var með allar Jókertölur kvöldsins réttar en fjórir voru með fjórar réttar og fá því hver um sig 100 þúsund krónur. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Euro Market í Stakkholti, Prinsinum á Þönglabakka, og einn var í áskrift.

Hér fyrir neðan má sjá vinningstölur kvöldsins:

Lottótölur kvöldsins: 4 – 9 – 10 – 12 – 31

Bónustalan: 33

Jókertölur: 0 – 1 – 0 – 1 - 4