Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesvegi var tilkynnt til lögreglu um 13:00 í dag. Fimm erlendir ferðamenn slösuðust...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Saturday, October 12, 2019

Slysið varð á öðrum tímanum í gær og voru tvær þyrlu Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Þær fluttu fjóra á Landspítalann en einn fór með sjúkrabíl í bæinn. Allir farþegarnir voru erlendir ferðamenn.

Tveir voru taldir alvarlega slasaðir í gær en einn þeirra hefur nú verið úrskurðaður látinn. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.