Einn er lát­inn og ann­ar slas­að­ur eft­ir að mað­ur ók bif­reið sinn­i inn í hóp fólks sem tók þátt í Prid­e-göng­u í bæn­um Wilt­on Man­ors í Flór­íd­a í dag. Mað­ur­inn ók pall­bíl sín­um inn í mann­þröng­in­a og hef­ur ver­ið hand­tek­inn. Ekki er vit­að hvort mað­ur­inn hafi ekið á fólk­ið af á­sett­u ráði eða hvort hann hafi ver­ið á­kærð­ur.

Greg­or­y Tony, fóg­et­i í Brow­ard-sýsl­u, tíst­i um at­burð­inn og sagð­ist hafa stað­ið ör­stutt frá því þar sem bíl­inn fór inn í þvög­un­a. „Þó að enn sé unni að upp­lýs­ing­a­öfl­un vit­um við að tveir ein­staklingar, sem geng­u til að fagn­a fjöl­breyt­i­leik­an­um og jafn­rétt­i, urðu fyr­ir bif­reið­inn­i.“ Hinn látn­i og hinn slas­að­i til­heyr­a báð­ir kór sam­kyn­hneigðr­a karl­a í Fort Lau­der­da­le, sem er í ná­grenn­i Wilt­on Man­ors.

„Eftir því sem ég best veit var þett­a slys. Þett­a var ekki árás á LGBTQ-sam­fé­lag­ið. Við bíð­um frek­ar­i upp­lýs­ing­a og biðj­um sam­fé­lag­ið um að veit­a okk­ur um­hyggj­u og stuðn­ing,“ sagð­i Just­in Knight sem fer fyr­ir kórn­um.

Sam­kvæmt sjón­varps­stöð­inn­i WSVN sagð­i Dean Tran­tal­is, borg­ar­stjór­i Fort Lau­der­da­le, að svo virt­ist sem ök­u­mað­ur­inn hafi lát­ið sem að hann hafi ver­ið þátt­tak­and­i í göng­unn­i.