23 sjúklingar eru inniliggjandi á Covid göngudeild Landspítalans. Þrír einstaklingar eru á gjörgæslu þar af einn í öndunarvél. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala.

1.255 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 204 börn. 23 starfsmenn spítalans eru smitaðir af veirunni og í einangrun, af þeim er einn inniliggj­andi á spít­al­an­um. 44 starfsmenn spítalans eru í sóttkví A.

Alls hafa 69 verið lagðir inn frá upphafi þriðju bylgju faraldursins. Í fyrstu bylgjunni, í mars og apríl, voru 105 lagðir inn vegna veirunnar.

Í tilkynningunni segir einnig að skurðstofustarfsemi hafi verið aukin á Landspítala frá því sem var í síðustu viku og er stefnt að frekari opnun skurðstofa í næstu viku, ef þróun faraldursins leyfir.

Í gær greindust alls 45 smit innanlands og eitt á landamærunum. 47 prósent þeirra sem reyndust smitaðir voru í sóttkví við greiningu.