Alls eru fimm­tán ein­staklingar inn­lagðir á Lands­spítalanum vegna CO­VID-19 sjúk­dómsins, þar af eru tveir á gjör­gæslu. Annar ein­stak­lingana sem eru á gjör­gæslu er nú í öndunar­vél að sögn Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varna­læknis.

CO­VID-19 far­aldurinn er enn í vexti og benti sótt­varna­læknir á að sam­kvæmt nýjustu tölum er Ís­land í efri kanti spá­líkana sem hafa spáð fyrir um fjölda smitaðra.

Aukning ný­smita

89 ein­staklingar greindust með CO­VID-19 veiruna hér á landi síðast­liðinn sólar­hring og eru því alls 737 ein­staklingar smitaður hér á landi. Tæp­lega þúsund sýni voru tekin í gær.

57 prósent þeirra sem greindust með veiruna í gær voru þegar í sótt­kví og kvaðst sótt­varna­læknir það vera á­nægju­legt og sýna fram á virkni sótt­kvíar. Rúm­lega níu þúsund manns eru nú í sótt­kví en um 2100 manns hafa lokið sótt­kvís­að­gerðum.

Yfir 60 börn greind

34 börn greindust með CO­VID-19 á Barna­spítala Hringsins og 27 daginn þar áður. 61 barn á aldrinum 0 til 19 ára hefur því smitast.

Á Land­spítala eru 34 starfs­menn í sótt­kví og 254 í ein­angrun. Í eftir­liti á göngu­deild CO­VID-19 eru 565 ein­staklingar.