Alls eru fimmtán einstaklingar innlagðir á Landsspítalanum vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af eru tveir á gjörgæslu. Annar einstaklingana sem eru á gjörgæslu er nú í öndunarvél að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis.
COVID-19 faraldurinn er enn í vexti og benti sóttvarnalæknir á að samkvæmt nýjustu tölum er Ísland í efri kanti spálíkana sem hafa spáð fyrir um fjölda smitaðra.
Aukning nýsmita
89 einstaklingar greindust með COVID-19 veiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring og eru því alls 737 einstaklingar smitaður hér á landi. Tæplega þúsund sýni voru tekin í gær.
57 prósent þeirra sem greindust með veiruna í gær voru þegar í sóttkví og kvaðst sóttvarnalæknir það vera ánægjulegt og sýna fram á virkni sóttkvíar. Rúmlega níu þúsund manns eru nú í sóttkví en um 2100 manns hafa lokið sóttkvísaðgerðum.
Yfir 60 börn greind
34 börn greindust með COVID-19 á Barnaspítala Hringsins og 27 daginn þar áður. 61 barn á aldrinum 0 til 19 ára hefur því smitast.
Á Landspítala eru 34 starfsmenn í sóttkví og 254 í einangrun. Í eftirliti á göngudeild COVID-19 eru 565 einstaklingar.