Rúss­neskur maður er í haldi lög­reglunnar vegna hvarfs banda­rískrar konu í borginni Niz­hny Novgor­od sem er austur af Moskvu. Lík konunnar fannst rétt utan borgarinnar.

Konan, C­at­herine Serou, var 34 ára og hvarf eftir að hafa farið inn í bíl sem ekki hefur tekist að bera kennsl á. Síðustu sam­skipti hennar við fjöl­skyldu sína voru smá­skila­boð sem hún sendi móður sinni í Missisippi sem í stóð: „Ég er ég bíl með ó­kunnugum. Vona að það sé ekki verið að ræna mér.“.

Maðurinn sem er í haldi á að baki langan saka­feril um al­var­lega glæpi að sögn rúss­nesku rann­sóknar­lög­reglunnar.

Serou var fyrr­verandi sjó­liðs­her­maður sem hafði lokið túr í Afgan­istan og flutt síðan til Rúss­lands árið 2019 til að ljúka meistara­gráðu í lög­fræði við há­skólann í Niz­hny Novgor­od's Lobachev­sky Sta­te Uni­versity.

Hún bjó rétt utan við borgina sem er 420 kíló­metrum frá Moskvu og sendi móður sinni skila­boðin um 18.30 að staðar­tíma. Móðir hennar sagði í sam­tali við banda­ríska fjöl­miðla á föstu­dag að dóttir hennar hefði verið á hrað­ferð að lækna­stöð þar sem hún þurfti að greiða fyrir reikning. Hún gæti hafa þegið far með bíl sem keyrði fram hjá í stað þess að bíða eftir Uber farinu sínu.

Leitar­teymi höfðu leitað að henni í skóg­lendi utan borgarinnar en þar var síðast merki á far­símanum hennar.

Banda­ríska sendi­ráðið í Mos­vku hefur stað­fest and­lát hennar og er að fylgjast með rann­sókn rúss­nesku lög­reglunnar.

Serou hafði planað að snúa aftur til Banda­ríkjanna til að vinna við inn­flytj­enda­lög­gjöf. Hún hafði að sögn móður hennar notið tímans í Rúss­landi en hún seldi í­búðina sína í Kali­forníu til að geta lært þar. Þær höfðu ekki hist í tvö ár en töluðu saman alla daga.

Greint er frá á BBC.