Einn er í haldi Lög­reglunnar á Norður­landi eystra vegna bruna sem kom upp í fjöl­býli á Akur­eyri í nótt. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni verður hann yfir­heyrður síðar í dag.

„Það var einn hand­tekinn í kjöl­far brunans í þágu rann­sóknar málsins. Hann verður yfir­heyrður seinna í dag,“ segir Jónas Hall­dór Sigurðs­son, rann­sóknar­lög­reglu­maður, í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Húsið er á tveimur hæðum og kviknaði eldurinn á jarð­hæð hússins sem stað­sett er á Sand­­gerðis­bót.

Ólafur Stefáns­son, slökkvi­liðs­stjóri á Akur­eyri, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að húsið sé gamalt og lík­legt sé að það sé ó­nýtt. Það sé í það minnsta alls ekki í­búðar­hæft.

„Það var einn íbúi á neðri hæðinni og tveir á efri hæðinni. Þau voru heima og urðu vör við reykinn og björguðu sé sjálf út,“ segir Ólafur.

Hann segir að slökkvi­starfi hafi lokið um klukkan fimm í nótt.

„Við þurfum að rífa ansi mikið af klæðningu úr veggjum og lofti og uppi á háa­lofti,“ segir Ólafur.