Brotist var inn á þremur stöðum á Blönduósi og verðmætum stolið í fyrrinótt. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur haft málið til rannsóknar og hefur einn aðili verið handtekinn í tengslum við málið og er sá nú í haldi lögreglu. Málið var unnið í samvinnu við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og Lögregluna á Norðurlandi eystra.

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að annar aðili var gómaður á Sauðárkróki eftir hádegi í dag þar sem hann var kominn inn í bíl sem lagt var við heimahús. Hafði sá ætlað að taka verkfæratösku sem var í bílnum.