Einn heppinn miða­eig­andi í Happ­drætti Há­skóla Ís­lands verður 110 milljónum króna ríkari á föstu­dag. Þá verður stærsti vinningur í sögu Happ­drættis Há­skóla Ís­lands dreginn út.

„Sam­kvæmt reglum happ­drættisins verður að greiða pottinn, ellefu­falda Milljóna­veltu, út í síðasta út­drætti ársins og því ljóst að einn heppinn miða­eig­andi er öruggur með að hreppa stóra vinninginn,“ segir í til­kynningu.

Úlfar Gauti Haralds­son, sölu- og markaðs­stjóri HHÍ, segir að potturinn hafi oft verið stór en aldrei svona stór. Um sé að ræða lang­stærsta pottinn í tæp­lega 90 ára sögu happ­drættisins.

„Það er gríðar­leg til­hlökkun hjá okkur að draga út milljónirnar hundrað og tíu, skatt­frjálsar, og ég tala nú ekki um þegar við fáum að hringja í heppna miða­eig­andann. Þetta verður senni­lega stærsta jóla­gjöfin í ár sem mun án vafa koma að góðum notum,“ segir hann.

Milljóna­veltan hefur ekki gengið út síðan í febrúar en í lok árs verður HHÍ búið að greiða út vinninga sem nema um 1,5 milljarði króna.