Íslendingur vann í kvöld rúmar 75 milljónir króna í Eurojackpot í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Fyrsti vinningurinn gekk ekki út að þessu sinni en fjórir heppnir miðahafar, frá Þýskalandi,. Svíþjóð, Ungverjalandi og Íslandi, skiptu með sér öðrum vinningi.

Vinningshafinn keypti lukkumiðann í Vídeómarkaðnum í Hamraborg í Kópavogi.

Dalvíkingur vann 100 þúsund krónur

Sex skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra tæpar 18 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir vou keyptir í Danmörku, Spáni og fjórir í Þýskalandi.

Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur á Olís á Dalvík.