Band­a­rísk­i öld­ung­a­deild­ar­þing­mað­ur­inn Linds­a­y Grah­am, sem var einn öt­ul­ast­i band­a­mað­ur Don­ald Trump for­set­a í em­bætt­is­tíð hans, hef­ur greint frá því að hann sé með Co­vid-19. Frá þess­u greind­i hann á Twitt­er.

Grah­am, sem er 66 ára gam­all, er ból­u­sett­ur og fer nú í tíu daga ein­angr­un. Hann þakk­ar fyr­ir að hafa feng­ið ból­u­setn­ing­u. „Ég er afar þakk­lát­ur fyr­ir að vera ból­u­sett­ur þar sem án ból­u­setn­ing­ar er ég viss um að mér liði ekki jafn vel og mér ger­ir núna. Ein­kenn­i mín væru mun verr­i,“ sagð­i hann.

Hann seg­ist hafa byrj­að að kenn­a sér meins á laug­ar­dag­inn, fór til lækn­is í dag og fékk síð­an að vita að hann væri smit­að­ur. „Ég mér líð­ur eins og ég sé hafi feng­ið enn­is­hol­u­sýk­ing­u og eins og stað­an er núna eru ein­kenn­i mín væg.“

Grah­am hef­ur ekki gef­ið upp hvort hann hafi smit­ast af Delt­a-af­brigð­i Co­vid-19. Hann er ann­ar öld­ung­a­deild­ar­þing­mann­a Suð­ur-Kar­ó­lín­u þar sem ein­ung­is 46 prós­ent íbúa hafa feng­ið í það minnst­a einn skammt ból­u­efn­is. Með­al­tal­ið á lands­vís­u er 58 prós­ent.