Einn einstaklingur var handtekinn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með reglubundna ölvunar- og fíkniefnamælingu á Hringbraut í kvöld.
Mikil umferðarteppa skapaðist á svæðinu en lögreglan er reglulega með slíkt eftirlit, sérstaklega í desembermánuði.
Að sögn vakthafandi starfsmanns í umferðardeild lögreglunnar var einn einstaklingur handtekinn fyrir að vera yfir mörkum í blástursmælingu.
Tveir einstaklingar til viðbótar voru undir mörkunum. Í þeim tilvikum var einstaklingunum gert að hætta akstri.
Talsverð umferðarteppa myndaðist á svæðinu en að sögn starfsmannsins sýndi fólk þessu mikinn skilning.