Mikill við­búnaður er nú við þing­húsið í Was­hington í Banda­ríkjunum og hefur fólki inni í þing­húsinu hefur verið bannað að fara út hefur verið sagt að halda sig frá gluggum.

Lög­reglan í þing­húsinu sendi frá sér til­kynningu um að ein­hver hefði keyrt bíl sínum á tvo öryggis­verði fyrir utan þing­húsið. Öku­maðurinn væri nú í haldi lög­reglu og báðir lög­reglu­menn særðir.

Sam­kvæmt til­kynningu lög­reglunnar hafa allir þrír, öku­maðurinn og lög­reglu­mennirnir, verið fluttir á spítala. CNN segir bæði sjúkra­bílaa og þyrlu fyrir utan þing­húsið.

Uppfært kl. 18:12: CNN segir að ökumaðurinn hafi ekið á tvo lögreglumenn og síðan keyrt bílnum inn í vegatálma fyrir utan þinghúsið. Hann hafi þá stigið út úr bílnum og verið vopnaður hníf. Lögregla þinghússins hafi þá skotið manninn niður og tekið hann fastan.

Árásarmaðurinn látinn

Þingfréttaritarar vestanhafs flytja nú þær fréttir að árásarmaðurinn sé látinn á spítala.

Lögreglulið þingsins mun halda blaðamannafund innan stundar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

<>/center>