Mikill viðbúnaður er nú við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum og hefur fólki inni í þinghúsinu hefur verið bannað að fara út hefur verið sagt að halda sig frá gluggum.
Lögreglan í þinghúsinu sendi frá sér tilkynningu um að einhver hefði keyrt bíl sínum á tvo öryggisverði fyrir utan þinghúsið. Ökumaðurinn væri nú í haldi lögreglu og báðir lögreglumenn særðir.
Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar hafa allir þrír, ökumaðurinn og lögreglumennirnir, verið fluttir á spítala. CNN segir bæði sjúkrabílaa og þyrlu fyrir utan þinghúsið.
Uppfært kl. 18:12: CNN segir að ökumaðurinn hafi ekið á tvo lögreglumenn og síðan keyrt bílnum inn í vegatálma fyrir utan þinghúsið. Hann hafi þá stigið út úr bílnum og verið vopnaður hníf. Lögregla þinghússins hafi þá skotið manninn niður og tekið hann fastan.
Árásarmaðurinn látinn
Þingfréttaritarar vestanhafs flytja nú þær fréttir að árásarmaðurinn sé látinn á spítala.
Lögreglulið þingsins mun halda blaðamannafund innan stundar.
Fréttin hefur verið uppfærð.
BREAKING: Pete Williams reports the suspect shot by Capitol Police is dead.
— Frank Thorp V (@frankthorp) April 2, 2021
<>/center>CRITICAL INCIDENT: USCP is responding to the North Barricade vehicle access point along Independence Avenue for reports someone rammed a vehicle into two USCP officers. A suspect is in custody. Both officers are injured. All three have been transported to the hospital. pic.twitter.com/4TXIdulJc6
— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) April 2, 2021