Sænska lögreglan hefur handtekin einn karlmann vegna gruns um tilraun til morðs í Helsingjaborg í Svíþjóð í gær. Karlmaðurinn er á sextugsaldri.
Fimm voru særðir í árásinni. Karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri. Fjórir eru með skurð- og stungusár en talið er að einn þeirra hafi verið skotinn. Enginn er lífshættulega slasaður.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi átakanna í gær en samkvæmt sænskum miðlum sást til um tíu til tuttugu manns í átökum eða rifrildi á Västra Sandgatan sem er nærri miðborg Helsingjaborgar. Ekki hefur verið greint frá því um hvað átökin snerust.