Sænska lög­reglan hefur hand­tekin einn karl­mann vegna gruns um til­raun til morðs í Helsingja­borg í Sví­þjóð í gær. Karl­maðurinn er á sex­tugs­aldri.

Fimm voru særðir í á­rásinni. Karl­menn á fer­tugs- og fimm­tugs­aldri. Fjórir eru með skurð- og stungu­sár en talið er að einn þeirra hafi verið skotinn. Enginn er lífs­hættu­lega slasaður.

Mikill við­búnaður var á vett­vangi á­takanna í gær en sam­kvæmt sænskum miðlum sást til um tíu til tuttugu manns í á­tökum eða rifrildi á Västra Sand­gatan sem er nærri mið­borg Helsingja­borgar. Ekki hefur verið greint frá því um hvað átökin snerust.

Greint er frá á SVT og HD.se.