Einn var fluttur með sjúkraflugi úr sjúkrabíl norðan megin við Hvalfjarðagöng vegna umferðateppu sem myndaðist í kjölfar áreksturs á Vesturlandsvegi sunnan megin við göngin. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

„Þyrlan náði í sjúkling sem hefði annars farið með sjúkrabíl. Vegna umferðar í gegnum göngin var talið heppilegast að þyrlan myndi flytja viðkomandi þar sem erfitt var fyrir sjúkrabíl að komast í gegnum göngin.“

Þyrlan lenti áðan á bílaplaninu hjá Hvalfjarðargöngunum og var að lenda í Reykjavík klukkan 16.

Búið er að loka fyrir umferð um Hvalfjarðargöng og Kjalarnes og eru langar raðir bíla sitthvorum megin við slysstað. Vegagerðin bendir vegfarendum á að fara áleiðis Hvalfjarðarveginn og þaðan Kjósarskarðsveg og svo Þingvallaleið til að komast Hvalfjörðinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.