Einn maður hefur verið fluttur á Landspítalann eftir bílslys austan við Grundarfjörð.

RÚV greindi fyrst frá og Landhelgisgæslan staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

Tilkynning barst um bílveltu á Snæfellsnesi rétt fyrir ellefu í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja mann sem slasaðist í bílveltunni.

Þyrlan fór í loftið tíu mínútur í ellefu og lenti við Landspítalann um klukkan tólf.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar segir bílinn hafa oltið austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi.
Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson