Tilkynnt var um meðvitundarlausan einstakling í íbúðarhúsnæði í Skipholti í Reykjavík laust fyrir klukkan sex í kvöld.

Þegar lögregla og sjúkraliðar koma á svæðið voru fleiri einstaklingar í íbúðinni og ummerki um fíkniefnaneyslu. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Fréttablaðið.

Einstaklingurinn sem var meðvitundarlaus var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Einn var handtekinn í íbúðinni eftir að fíkniefni fundust á honum og var hann færður á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Sérsveitin var einnig kölluð á vettvang. Jóhann Karl segir að Sérsveitin hafi einungis verið kölluð til vegna þess hún var í nágrenninu.

Talið er að einstaklingurinn sem fluttur var á bráðamóttöku hafi misst meðvitund vegna fíkniefnaneyslu en það liggur ekki fyrir að svo stöddu