Um klukkan eitt í dag valt bíll á Biskups­hálsi á Mý­vatns­ör­æfum og voru fimm full­orðnir voru um borð, allt er­lendir ferða­menn.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni á Húsa­vík og Akur­eyri voru tveir fluttir á sjúkra­húsið á Akur­eyri með sjúkra­flugi frá Mý­vatni. Mun vera einn vera al­var­lega slasaður en aðrir minna. Sjúkra­flug­vélin var stödd á Akur­eyri er hún var kölluð út.

Fimm voru í bílnum.
Mynd/Marcin Kozaczek

Verið er að flytja tvo sem voru um borð í bílnum til að­hlynningar á sjúkra­húsi.

Fjöldi við­bragðs­aðila var sendur á staðinn, þar á meðal sjúkra­bílar frá Húsa­vík og Vopna­firði, auk lög­reglu.

Rann­sókn á til­drögum slyssins er í höndum rann­sóknar­deildar lög­reglunnar á Egils­stöðum og er hún hafin.

Mikill fjöldi viðbragðsaðila var sendur á staðinn.
Mynd/Marcin Kozaczek
Einn er alvarlega slasaður eftir bílveltuna.
Mynd/Marcin Kozaczek
Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin hjá lögreglunni á Egilsstöðum.
Mynd/Marcin Kozaczek