Landsréttur staðfesti fyrir helgi gæsluvarðhaldskröfu yfir einum manni sem handtekinn var í tengslum við árás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst. Farið var fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna, að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðyfirlögregluþjóns.

Fjórir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald eftir árásina. Þrír þeirra voru í haldi til 7. september. Einum var sleppt fyrr. Á föstudaginn var svo einn hnepptur í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Dyravörðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut alvarleg höfuðmeiðsli.