Innlent

Einn áfram í haldi vegna árásar við Shooters

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi.

Dyravörðurinn hafði áður vikið tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sóttu liðsauka. Fréttablaðið/Anton Brink

Landsréttur staðfesti fyrir helgi gæsluvarðhaldskröfu yfir einum manni sem handtekinn var í tengslum við árás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters þann 26. ágúst. Farið var fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna, að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðyfirlögregluþjóns.

Fjórir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald eftir árásina. Þrír þeirra voru í haldi til 7. september. Einum var sleppt fyrr. Á föstudaginn var svo einn hnepptur í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Dyravörðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut alvarleg höfuðmeiðsli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

endómetríósa

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Innlent

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Umhverfismál

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Auglýsing

Nýjast

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Spyr ráðherra um brottvísun barna

Enginn til­kynnti beina út­sendingu af hryðju­verkunum

Mót­mæla nú fyrir framan lög­reglu­stöðina

Kærður fyrir þrjár líkamsárásir í sömu vikunni

Auglýsing