Margrethe Kristinsson er einn af þremur svokölluðum „jafnréttisdönum“ sem mega kjósa til Alþingis og forsetakosninga. En jafnréttisdanir eru þeir dönsku ríkisborgarar sem búsettir voru hér á landi 6. mars árið 1946, eða einhvern tímann á síðustu tíu árunum fyrir þann tíma.

„Ég er búin að kjósa,“ sagði Margrethe í gær þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Hún segir kosningaréttinn dýrmætan og að hún nýti hann ávallt.Margrethe flutti hingað til lands árið 1946 og var gift Sigurbirni Kristinssyni listmálara, sem lést fyrir tíu árum.

Þegar hún kom til Íslands fyrst var hún í vist hjá Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra. Hún býr í Garðabænum og kýs því í Suðvesturkjördæmi.

„Ég fylgist ekkert svo mikið með stjórnmálunum, bara annað slagið,“ segir Margrethe, en gefur ekkert upp um hvað hún kaus. „Það er leyndarmál,“ segir hún.

Fyrir síðustu kosningar voru jafnréttisdanirnir fimm, en nú eru tveir fallnir frá.Kosningaréttur erlendra ríkisborgara til sveitarstjórnarkosninga er mun rýmri en til alþingis- og forsetakosninga