„Ég átti kannski svolítið von á því að við myndum heyra eitthvað frá þér með þessa góðu réttlætiskennd núna þegar einn af þínum þingmönnum er kaupa sér vændi í Tælandi og þið gerið ekki neitt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar í viðtali sem sýnt verður í Fréttavaktinni í kvöld.

Þar ræða þær Þórdís Lóa og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, meðal annars um Tælandsför Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins og meint vændiskaup hans.

„Við viljum að allir fái þak yfir höfuðið,“ segir Kolbrún og bætir við að hún viti að málið sé viðkvæmt.

Þórdís Lóa spyr Kolbrúnu hvar siðferðis- og réttlætiskenndin sé.

Nánari umfjöllun um málið má sjá í Fréttavaktinni klukkan 18.30 í kvöld.