Minna en 0,1 prósent íbúa í Búrúndí í Mið-Afríku er fullbólusett gegn Covid-19. Samkvæmt vefsíðunni Our World in Data er það lægsta hlutfall fullbólusettra í heiminum.

Hlutfallið er næstlægst í í Austur-Kongó þar sem 0,2 prósent íbúa eru fullbólusett.

Hæsta hlutfall fullbólusettra er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 89,3 prósent íbúa eru fullbólusett og því næst í Singapúr, 88,2 prósent.

Á Íslandi eru 76,8 prósent allra landsmanna bólusett. Sé einungis litið til þeirra sem eru tólf ára og eldri er hlutfallið 90 prósent.