Níu milljón manns eru dregnir til dauða ár­lega á heims­vísu vegna mengunar, sam­kvæmt nýrri saman­tekt. Mengun ber því á­byrgð á einum af hverjum sex dauðs­föllum á heims­vísu. The Guar­dian greinir frá.

Mengað loft, vatn og jarð­vegur stofnar lífi fólks í hættu en fleiri deyja vegna mengunar en vegna um­ferðar­slysa, HIV eða al­næmis, malaríu og berkla til samans. Þá dregur það fleiri til dauða en á­fengi og fíkni­efni.

Dauðs­föllum vegna loft­mengunar hefur fjölgað um 66 prósent frá alda­mótum og minnst sjö prósent frá árinu 2017, þegar síðasta saman­tekt var gerð. Nýja saman­tektin var gerð út frá gögnum frá árinu 2019 og birt í ritinu Lancet Planetary Health.

Mengun hefur aukist vegna brennslu jarð­efna­elds­neyta, auknum mann­fjölda og ó­skipu­lagðri borga­myndun. Nánast 75 prósent af dauðs­föllum vegna mengunar má rekja til loft­mengunar.

1.8 milljón dauðs­falla voru vegna efna­mengunar og 900 þúsund þeirra mátti rekja til blý­eitrunar. Blý­eitrun getur haft á­hrif á greind ein­stak­linga og getur komið úr vatns­lögnum, málningu, bíla­batteríum og menguðum mat.

1.4 milljón dauðs­föll verða á ári vegna mengaðs drykkju­vatns en sá fjöldi hefur verið á niður­leið með auknum að­gangi að hreinu drykkjar­vatni, sér­stak­lega í Afríku.

Um 90 prósent af dauðs­föllum vegna mengunar eiga sér stað í meðal- og lág­tekju­löndum á borð við Ind­land og Nígeríu. Þeim löndum takist síðar að gefa mengunar­for­vörnum for­gang.