Níu milljón manns eru dregnir til dauða árlega á heimsvísu vegna mengunar, samkvæmt nýrri samantekt. Mengun ber því ábyrgð á einum af hverjum sex dauðsföllum á heimsvísu. The Guardian greinir frá.
Mengað loft, vatn og jarðvegur stofnar lífi fólks í hættu en fleiri deyja vegna mengunar en vegna umferðarslysa, HIV eða alnæmis, malaríu og berkla til samans. Þá dregur það fleiri til dauða en áfengi og fíkniefni.
Dauðsföllum vegna loftmengunar hefur fjölgað um 66 prósent frá aldamótum og minnst sjö prósent frá árinu 2017, þegar síðasta samantekt var gerð. Nýja samantektin var gerð út frá gögnum frá árinu 2019 og birt í ritinu Lancet Planetary Health.
Mengun hefur aukist vegna brennslu jarðefnaeldsneyta, auknum mannfjölda og óskipulagðri borgamyndun. Nánast 75 prósent af dauðsföllum vegna mengunar má rekja til loftmengunar.
1.8 milljón dauðsfalla voru vegna efnamengunar og 900 þúsund þeirra mátti rekja til blýeitrunar. Blýeitrun getur haft áhrif á greind einstaklinga og getur komið úr vatnslögnum, málningu, bílabatteríum og menguðum mat.
1.4 milljón dauðsföll verða á ári vegna mengaðs drykkjuvatns en sá fjöldi hefur verið á niðurleið með auknum aðgangi að hreinu drykkjarvatni, sérstaklega í Afríku.
Um 90 prósent af dauðsföllum vegna mengunar eiga sér stað í meðal- og lágtekjulöndum á borð við Indland og Nígeríu. Þeim löndum takist síðar að gefa mengunarforvörnum forgang.