Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á Seltjarnarnes upp úr klukkan 15 í dag þar sem eldur hafði kviknað í íbúð. Það staðfestir varðstjóri slökkviliðsins í samtali við Fréttablaðið. Einn var fluttur á slysadeild vegna hættu á reykeitrun.

Einn bíll var sendur á staðinn en búið var að slökkva eldinn þegar liðið bar að garði. Eina verk slökkviliðsins var því að reykræsta.