„Þyrlan er á vettvangi og eins og er er gert ráð fyrir að þrír verði fluttir með henni til aðhlynningar í Reykjavík,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar við Fréttablaðið.

Þyrlan lenti um hálf sjö leytið og er gert ráð fyrir að hún leggi af stað aftur til Reykjavíkur innan skamms. Tveir sjúkraflutningamenn voru um borð en þyrlan var um klukkstund á leiðinni vegna slæmra veðurskilyrða.

Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi vestra er nú búið að flytja alla þá farþega sem að voru í hópbifreið sem valt á þjóðvegi 1, Norðurlandsvegi skammt frá bænum Öxl sunnan við Blönduós af slysstað.

Voru þeir flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Einnig verða slasaðir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur til aðhlynningar.

Þjóðvegur 1. hefur verið opnaður á ný.

Fréttin hefur verið uppfærð.