Helgi Sigurður Haralds­son, for­seti bæjar­stjórnar í Ár­borg, hefur á­kveðið að segja skilið við Fram­sóknar­flokkinn eftir tólf ára starf sem odd­viti flokksins í sveitar­fé­laginu.

Helgi skrifaði at­hyglis­verða grein sem birtist á vef Sunn­lenska í gær en þar varpar hann ljósi á at­burða­rásina sem varð til þess að hann hætti.

Skipt út fyrir yngra og ferskara fólks

Helgi segist hafa velt því fyrir sér í vetur hvort hann ætti að hætta eða halda á­fram eitt kjör­tíma­bil til við­bótar. Þegar stjórn Fram­sóknar­fé­lags Ár­borgar á­kvað að halda lokað próf­kjör um efstu sæti listans fyrir kosningarnar í vor á­kvað hann að taka slaginn og gefa kost á sér að leiða lista flokksins á­fram.

„Með þátt­töku í próf­kjöri fengi ég einnig tæki­færi á að fá mælingu á stöðu minni hjá Fram­sóknar­mönnum í Ár­borg,“ segir Helgi og bætir svo við:

„En á þessum tíma­punkti tók við ein­hver undar­legasta at­burða­rás sem ég hef upp­lifað í stjórn­mála­starfi mínu um ævina. Á síðustu stundu var próf­kjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátt­takan hefði verið lé­leg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir fram­bjóð­endur og þeir sam­þykktu þá til­högun. En næstu daga var slegið í og úr af stjórn fé­lagsins varðandi fram­boðs­mál flokksins og á endanum var mér til­kynnt af „sendi­boða“ fé­lagsins og flokksins að nær­veru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og fram­boðið í vor. „Ný“ Fram­sókn þyrfti nýtt fólk í fram­boð og undir­ritaður væri ekki sölu­væn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“

Mikil vonbrigði

Helgi segist hafa til­kynnt það opin­ber­lega á þessum tíma­punkti að hann væri hættur í sveitar­stjórnar­pólitík af per­sónu­legum og öðrum á­stæðum. Hann segir þó að vinnu­brögðin sem við­höfð voru til að „losna“ við hann hafi komið honum á ó­vart og valdið honum miklum von­brigðum.

„Mínir flokks­fé­lagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðar­lega fram við mig, það er veru­lega sárt,“ segir Helgi í grein sinni og bætir við að með skrifum sínum vilji hann upp­lýsa þá sem komið hafa að máli við hann og aðra um á­stæðu þess að hann er ekki í fram­boði.

„Á­stæðan er fólk og for­ysta, sem gripu inn í lýð­ræðis­legan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til fram­boðs í Ár­borg. Vegna þessa alls og þeirrar fram­komu sem við­höfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Fram­sóknar­flokksins skilji eftir ára­tuga sam­band og hef ég því á­kveðið að segja mig úr Fram­sóknar­flokknum og upp­lýst skrif­stofu hans og for­mann flokksins um þá á­kvörðun mína. Megi öllu heiðar­legu fólki ganga sem best á þeirri veg­ferð sem það er.“