Magnús Ingva­son, skóla­meistari Fjöl­brauta­skólans við Ár­múla, segir að til standi að vísa 18 ára gamalli stúlku frá Pakistan úr landi á næstu dögum. Stúlkan er nemandi í skólanum og hefur verið bú­sett á Ís­landi í fjögur og hálft ár.

Í lok nóvember fékk stúlkan bréf þess efnis að til stæði að vísa henni úr landi á þeim for­sendum að hún væri orðin 18 ára gömul og þar með ekki lengur talin vera barn.

Stúlkan býr á Ís­landi með for­eldrum sínum og tveimur yngri syst­kinum en ekki hefur komið í ljós hvað verður um þau. Að öllu ó­breyttu verður stúlkan aðskilin frá fjölskyldu sinni á næstu dögum.

Magnús segir málið vekja mikinn óhug og það að að­skilja fjöl­skyldu­með­limi sé ein­fald­lega skelfi­legt. Bréfið var sent til stúlkunnar í lok nóvember þar sem henni er veittur fimm­tán daga fyrir­vari.

„Það hlýtur ein­hvers staðar ein­hver að vera með sál og það hljóta allir að sjá að þetta virkar ekki,“ segir Magnús.

Viðtalið við Magnús birtist fyrst á Fréttavaktinni í gær og er hægt að horfa á það hér að neðan.