Fundur með fram­bjóð­endum til formanns Fé­lags grunn­skóla­kennara átti sér stað í gær­kvöldi. Þar var meðal annars rætt um út­tekt sem gerð var á sam­skiptum sitjandi formanns við starfs­mann hjá undir­fé­lagi sam­bandsins.

Sam­kvæmt skýrslu sál­fræði­stofunnar Líf og Sál var um ein­elti að ræða þar sem nú­verandi for­maður, Þor­gerður Lauf­ey Dið­riks­dóttir, er sögð hafa beitt niður­lægjandi og nei­kvæðum að­ferðum í sam­skiptum og mis­beitt valdi sínu.

Greint var frá skýrslunni í færslu í Face­book-hóp fyrir grunn­skóla­kennara á Ís­landi, sam­kvæmt frétt Vísis. Á fundinum var sett fram fyrir­spurn um efni skýrslunnar.

Þor­gerður svaraði því að henni þætti leitt að skýrslunni hafi verið lekið enda um trúnaðar­mál að ræða. Þá segir hún að báðir aðilar máls vilji bæta sam­skipti sín. Hún gengst við niður­stöðu skýrslunnar og segir að hún hefði átt að gera betur.

Auk nú­verandi formanns eru tvö önnur í fram­boði til formanns, þau Mjöll Matthías­dóttir, kennari við Þing­eyjar­skóla, og Pétur Vil­berg Georgs­son, kennari við Brekku­bæjar­skóla.

Mjöll og Pétur höfðu bæði orð á því að þeim þætti leitt að sam­skipti skuli ekki vera betri innan sam­bandsins og segir Pétur það sér­stak­lega sorg­legt í ljósi þess að kennarar hafi síðustu þrjá­tíu ár barist gegn ein­elti.

Þegar Þor­gerður fékk aftur orðið bað hún fólk að láta dóm­stól götunnar ekki dæma í þessu máli.

At­kvæða­greiðsla til formanns næst­komandi mánu­dag, 2. maí, klukkan 14:00.