Lilja Al­freðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra segir að aukin á­hersla verði lögð á ein­eltis­mál innan ráðu­neytisins og mál sem ekki leysast innan skóla verði send til sér­staks ein­eltis­fagráðs.

Þetta kom fram í Morgun­blaðinu í dag. Þar segist Lilja hafa rætt sér­stak­lega við Sig­rínu Elínu Ás­munds­dóttur, sem vakti at­hyggli á grófu ein­elti sem sonur hennar í Sjá­lands­skóla hefur orðið fyrir á Face­book í síðustu viku. Þá hefur Lilja rætt við for­ráða­menn í Sjá­lands­skóla.

Vanda Sigur­geirs­dóttir, sér­fræðingur í mála­flokknum og lektor við HÍ verður ráðu­neytinu til halds og trausts vegna málafllokksins. Segir Lilja að ráðið muni veita skólum stuðning vegna ein­eltis­mála með al­mennri ráð­gjöf, leið­beiningum og upp­lýsinga­gjöf.

Lilja segir að ráðið hafi ekki verið nægi­lega vel kynnt til þessa en nú standi til að bæta þar úr. Hún segir ljóst að ein­elti sé mikil mein­semd sem getur haft lang­tíma­á­hrif á líf fólks. Lilja segist vilja þróa vinnuna betur í sam­starfi við skóla og for­eldra.