Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins og verðandi borgar­stjóri kveðst vera á­nægður með sam­starfs­sátt­málann og meiri­hluta­sam­starfið, en í dag var kynntur mál­efna­samningur nýs borgar­stjórnar­meiri­hluta í Reykja­vík.

Meðal þeirra verk­efna sem eru fyrst á dagskrá nýs meirihluta er hús­­næðis­á­­tak og út­hlutun lóða í Úlfarsár­­dal, á Kjalar­nesi, á Hlíðar­enda, í Gufu­nesi og á Ár­túns­höfða. Þá á að efna til sam­­keppni um skipu­lag Keldna­lands og Keldna­holts og flýta þannig upp­­byggingu svæðanna með til­­komu borgar­línu. .

Fingraför Framsóknarflokksins greinileg í samstarfinu

„Þetta leggst vel í mig. Ég er á­nægður með sam­starfs­sátt­málann og hann svarar öllum kröfum Fram­sóknar um breytingarnar sem við töluðum um í kosninga­bar­áttunni,“ segir Einar, en hann mun sitja í borgar­ráði næstu á­tján mánuði.

„Þar verð ég for­maður og fer fyrir hús­næðis­á­takinu sem að felur í sér að kort­leggja hvernig við getum hraða öllum fram­kvæmdum eins og kostur er og út­hlutað sem hraðast á nýjum svæðum í borginni, eins og í Úlfarsár­dal, Kjalar­nesi og fleiri stöðum,“ segir Einar.

Hann segir samninginn vera í takt við það sem Fram­sóknar­flokkurinn hafi talað um fyrir kosningar. „Þarna eru líka önnur mál eins og mál­efni barna og barna­fjöl­skyldna sem við ætlum að setja í önd­vegi. Frítt í strætó og frítt í sund og hækkun frí­stundar­styrks. Þetta eru allt mál sem Fram­sókn hafði á sinni stefnu­skrá, þannig fingra­för flokksins eru mjög greini­leg í þessu meiri­hluta­sam­starfi,“ segir Einar.

Segist ekki hugsa út í borgarstjórastólinn

Eins og var greint frá fyrr í dag mun Einar og Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri og oddviti Samfylkingarinnar­ skipta með sér borgar­stjóra­stólnum á næsta kjör­tíma­bili.

„Okkur þótti þetta skyn­sam­leg skipting em­bætta og það er mikil­vægt að geta hafið hús­næðis­á­takið í borgar­ráði sem er öflugt ráð. Ég nálgast þetta starf að auð­mýkt og metnaði. Ég ætla reyndar að fara í fæðingar­or­lof á þessu tíma­bili og svo tek ég við borga­stjóra­stólnum í árs­byrjun 2024,“ segir Einar.

Að­spurður hvað verði hans fyrsta verk þegar hann verður borgar­stjóri, segir Einar að hann hafi ekki haft tíma til að hugsa um það.

„Ég er bara að hugsa um fyrsta opin­bera vinnu­daginn sem hefst á morgun. Ég ætla byrja að vinna að hús­næðis­málunum og í þeim málum sem eru mikil­væg fyrir borgar­búa. Varðandi borgar­stjóra­stólinn, ég bara hef ekki hugsað um það. Þú mátt spyrja mig aftur eftir á­tján mánuði,“ segir Einar og hlær.