Einar Þorsteinsson fjöl­miðla­maður er sterk­lega orðaður við fram­boð í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í komandi sveitar­stjórnar­kosningum í Kópa­vogi, sem fram fer 12. mars næst­komandi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Einar sagði ný­verið upp starfi sínu á RÚV en hann er lands­mönnum einkum kunnur fyrir að stýra frétta­skýringa­þættinum Kast­ljósi.

Einar var virkur í starfi Sjálf­stæðis­flokksins áður en hann hóf að starfa í fjöl­miðlum og var til að mynda for­maður Týs, fé­lags ungra Sjálf­stæðis­manna í Kópa­vogi.

Hann er giftur Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra.

Einar er erlendis og svaraði ekki fyrirspurn Fréttablaðsins um málið.

Ármann hættir eftir tíu ára starf

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun ekki bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor, en hann hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2012.

Ármann hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2012

Karen Elísa­bet Hall­dórs­dóttir, bæjar­full­trúi í Kópa­vogi, hefur þegar lýst yfir fram­boði í fyrsta sæti á lista flokksins í sveitar­fé­laginu. Hún hefur starfað í bæjar­stjórn Kópa­vogs í átta ár