„Borgar­búar vita að fram­tíðin ræðst á miðjunni. Borgar­búar vita að það erum við í Fram­sókn sem stöndum fyrir já­kvæðum breytingum, við erum raun­hæfur flokkur sem er til­búinn í verk­efnið, “ sagði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins á kosningavöku flokksins þegar fyrstu tölur komu í hús.

Miðað við fyrstu tölur úr Reykjavík er Framsóknarflokkurinn með tæp 18 prósentafylgi. Þá er flokkurinn með fjóra borgarfulltrúa og í lykilstöðu til myndunar á nýjum meirihluta ef svo fer sem horfir.

„Þessi árangur, þetta fólk hér og þið sem eruð út í sal. Ég á eigin­lega ekki orð yfir þessu. Við byrjuðum hérna með ekkert í höndunum, reyndar góðan árangur í Al­þingis­kosningunum, búum að því, en hver hefði trúað því að við hefðum staðið hérna með fjóra menn,“ sagði Einar

„Við erum búinn að fara út um alla borg, öflugur hópur af sam­heldnu liði tala við borgar­búa, hlusta og læra og við höfum náð í gegn. Það er ó­trú­lega dýr­mæt lexía, við erum búinn að vera dug­leg, við erum búinn að standa saman. Þessi flokkur hér mun ná að gera gott fyrir Reyk­víkinga og það er það sem skiptir máli,“ sagði Einar.

„Ég er ó­trú­lega þakk­látur öllum þeim sem hafa lagt hjarta og sál í þessa kosninga­bar­áttu. Ég verð þó að taka eina mann­eskju út fyrir sviga, sem hefur verið heima með litla barnið okkar og séð til þess að ég geti sofið á nóttinni. Hún hefur séð um litla manninn í maga­kveisunum og öllu sem að fylgir. Án hennar væri ég ekki hér,“ sagði Einar að lokum.