Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar í Reykja­vík, segir í há­degis­fréttum Bylgjunnar að bygging nýrrar flug­stöðvar hafi ekki komið til um­ræðu í meiri­hluta­við­ræðum.

Full­yrt var í Morgun­blaðinu í morgun að mál­efni Reykja­víkur­flug­vallar gætu reynst erfið í meiri­hluta­við­ræðum. Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar, sagði fyrir helgi tíma­bært að dusta rykið af á­formum um upp­byggingu nýrrar flug­stöðvar á Reykja­víkur­flug­velli.

Fréttablaðið náði stuttlega tali af Einari. Hann segir að fátt sé að frétta af viðræðunum, annað en að fundað verði áfram. Í há­degis­fréttum Bylgjunnar segir Einar að mál flug­stöðvarinnar hafi ekki komið til um­ræðu.

Ein­blínt hafi verið á sam­göngu-, skipu­lags-, loft­lags- og hús­næðis­mál í við­ræðunum á milli flokkanna tvo daga. Segir Einar að engin endan­leg niður­staða hafi náðst í neinum mála­flokkanna.

Þá segir Einar að einungis mál­efnin hafi verið rædd. Ekki hafi komið til tals að út­hluta hlut­verkum í nefndum, flokkarnir ætli að taka sér góðan tíma í að ræða málin.