Einar A. Brynjólfs­son, þing­maður Pírata, hefur á­kveðið að gefa kost á sér í próf­kjöri Pírata í Norð­austur­kjör­dæmi fyrir Al­þingis­kosningarnar í haust. Þetta kemur fram í face­book færslu hans í dag en hann ætlar að sækjast eftir 1. sæti á lista flokksins.

„Ég var svo heppinn að fá að sitja á Al­þingi 2016-2017 og lærði ansi margt sem ég vil byggja á. Á þessum stutta tíma kom ég að fjöl­mörgum þing­málum, t.d. varðandi rann­sókn á Fjár­festinga­leið Seðla­bankans, stjórnar­skrá, tekju­stofna sveitar­fé­laga, líf­eyris­sjóðs­mál, skattaundan­skot, heil­brigðis­mál, mennta­mál, fjöl­miðla­mál, nor­rænt sam­starf, barna­réttar­mál, sam­göngu­mál, um­hverfis­mál og strand­veiðar svo fátt eitt sé talið,“ skrifar Einar í færslu sinni í dag.

„Ég vil þróa ís­lenskt sam­fé­lag í átt til jafn­réttis og jöfnuðar á öllum sviðum, t.d. með því að ráðast gegn spillingu og ó­ráð­síu, þannig að við öll fáum jöfn tæki­færi til frægðar og frama án til­lits til flokks­skír­teinis og/eða efna­hags. Ég vil berjast fyrir frelsi ein­stak­lingsins til orðs og at­hafna og auka að­komu al­mennings að lýð­ræðis­legri á­kvarðana­töku með því að beita mér fyrir nýrri stjórnar­skrá, sér­stak­lega þeim á­kvæðum sem snúa að auð­lindum, beinu lýð­ræði og mann­réttindum. Ég vil takast á við kvóta­kerfið, auka strand­veiðar, leggjast í stór­sókn í at­vinnu-, heil­brigðis- og mennta­málum á lands­byggðunum á grunni sjálf­bærni og í sátt við um­hverfið,“ segir hann enn fremur.

Þá vill hann einnig berjast fyrir „ger­breyttu vinnu­lagi“ á Al­þingi.

Kæru vinir, þá er komið að því! Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna...

Posted by Einar Brynjólfsson on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021