Einar Brynjólfs­son mun leiða Pírata í Norð­austur­kjör­dæmi á meðan Magnús Davíð Norð­dahl mun leiða flokkinn í Norð­vestur­kjör­dæmi. Þetta kemur fram í stuttri til­kynningu frá flokknum.

Kosningin var raf­ræn og lauk henni klukkan 16:00 í dag. Rúm­lega 280 manns greiddu at­kvæði í Norð­austur­kjör­dæmi þar sem sjö voru í fram­boði en 400 greiddu at­kvæði í Norð­vestur­kjör­dæmi þar sem sex fram­bjóð­endur sóttust eftir efstu sætunum.

Einar Brynjólfs­son þakkar fyrir veittan stuðning í til­kynningu á Face­book síðu sinni. „Næsta verk verður sem sagt að bretta upp ermar. Ég hef áður gert það,“ skrifar Einar.

Niður­stöður próf­kjörsins má sjá hér að neðan. Með þessu er öllum próf­kjörum Pírata fyrir Al­þingis­kosningarnar 2021 lokið.

Norð­austur:
1. Einar Brynjólfs­son
2. Hrafn­dís Bára Einars­dóttir
3. Hans Jóns­son
4. Rúnar Gunnar­son
5. Katla Hólm Vil­bergs- og Þór­hildar­dóttir
6. Skúli Björns­son
7. Gunnar Ómars­son

Norð­vestur:
1. Magnús Davíð Norð­dahl
2. Gunnar Ingi­berg Guð­munds­son
3. Katrín Sif Sigur­geirs­dóttir
4. Pétur Óli Þor­valds­son
5. Sig­ríður Elsa Álf­hildar­dóttir
6. Ragn­heiður Steina Ólafs­dóttir

Ágætu vinir á fb. Nú liggja úrslit fyrir í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Ég get vel við unað, enda náði ég 1....

Posted by Einar Brynjólfsson on Saturday, 20 March 2021