Einar Brynjólfsson mun leiða Pírata í Norðausturkjördæmi á meðan Magnús Davíð Norðdahl mun leiða flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá flokknum.
Kosningin var rafræn og lauk henni klukkan 16:00 í dag. Rúmlega 280 manns greiddu atkvæði í Norðausturkjördæmi þar sem sjö voru í framboði en 400 greiddu atkvæði í Norðvesturkjördæmi þar sem sex frambjóðendur sóttust eftir efstu sætunum.
Einar Brynjólfsson þakkar fyrir veittan stuðning í tilkynningu á Facebook síðu sinni. „Næsta verk verður sem sagt að bretta upp ermar. Ég hef áður gert það,“ skrifar Einar.
Niðurstöður prófkjörsins má sjá hér að neðan. Með þessu er öllum prófkjörum Pírata fyrir Alþingiskosningarnar 2021 lokið.
Norðaustur:
1. Einar Brynjólfsson
2. Hrafndís Bára Einarsdóttir
3. Hans Jónsson
4. Rúnar Gunnarson
5. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir
6. Skúli Björnsson
7. Gunnar Ómarsson
Norðvestur:
1. Magnús Davíð Norðdahl
2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson
3. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir
4. Pétur Óli Þorvaldsson
5. Sigríður Elsa Álfhildardóttir
6. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir
Ágætu vinir á fb. Nú liggja úrslit fyrir í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Ég get vel við unað, enda náði ég 1....
Posted by Einar Brynjólfsson on Saturday, 20 March 2021