Einar Her­manns­son, for­maður SÁÁ, segir að fjár­laga­frum­varpið fyrir árið 2022 séu mikil von­brigði fyrir sam­tökin. Hækkun til mála­flokksins sé engin og enn eitt árið þurfi SÁÁ að treysta á sam­fé­lagið með sjálfs­afla­fé til að tryggja lífs­bjargandi þjónustu til skjól­stæðinga.

„Manni fannst tónninn í þeim sem maður talaði við á síðasta ári vera sá að nú þyrfti að gera eitt­hvað rót­tækt í þessum,“ segir Einar í við­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir að meðal annars vegna kórónu­veirufar­aldursins hafi skjól­stæðingum SÁÁ fjölgað.

„Það er kominn langur bið­listi og það er knýjandi þörf fyrir með­ferðar­úr­ræði. Og nú þegar er SÁÁ að greiða um 600 inn­lagnir með sjálfs­afla­fé. Það voru því mikil von­brigði að sjá þetta.“

Einar bendir á að árið 2019 hafi inn­lagnir verið um 2.200 og ríkið greitt fyrir sem nemur 1.530 inn­lagnir. Þá segir hann að SÁÁ bjóði líka upp á við­halds­með­ferð við ópíóða­fíkn á Vogi, eins­konar göngu­deildar­þjónustu. Ríkið borgi fyrir um 80 með­ferðir af um 230 og það sem upp á vantar sé greitt fyrir með sjálfs­afla­fé. Hann segir að um 700 manns séu nú á bið­lista eftir því að komast á Vog.

„Það er bara mjög langur listi og enn­þá lengri ef þú ert að­standandi og ert að bíða eftir að þinn nánasti komist inn.“

Einar lýsti von­brigðum sínum með fjár­laga­frum­varpið á Face­book-síðu sinni þar sem hann sagði meðal annars:

„Þetta er varla boð­legt að það þurfi sjálfs­afla­fé til greiða fyrir inn­lagnir á Vog, við­halds­með­ferð við ópíóða­fíkn, göngu­deildar­með­ferð, með­ferð við spila­fíkn og sál­fræði­þjónustu fyrir börn. Gerum betur, miklu betur. Það skilar sér alltaf. Á­fram veginn.“