Ein­ar Her­manns­son var kosinn formaður SÁÁ á aðalfundi á Hilton Nordica hóteli í kvöld. Fundurinn hófst klukkan 17 í dag og var kosið í stjórn félagsins og um formann.

Tvær fylkingar kepptust um formann og 16 stjórnarstöður. Tveir voru í framboði, Einar og Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, sem lét af for­mennsku sam­tak­anna árið 2017. Arnþór Jóns­son, fráfarandi formaður, sóttist ekki eft­ir end­ur­kjöri. 

Deil­ur hafa ríkt inn­an SÁÁ á milli starfs­manna sjúkra­húss­ins Vogs og for­ystu stjórn­ar SÁÁ í þónokkurn tíma. Fjallað var mikið um ólguna í fjölmiðlum í apríl þegar formaðurinn og framkvæmdastjórn ákváðu á fundi sínum þann 25. mars síðastliðinn að segja upp sál­fræðingum og ráð­gjöfum á með­ferðar­sviði sam­takanna.

Spennan varð svo mikil að starfsfólk SÁÁ krafðist þess að heilbrigðisráðherra myndi stíga inn í málið.

Nýlega skrifuðu 57 starfsmenn undir yfirlýsingu til stuðnings Einari og gegn framboði Þórarins. Þar á meðal Víðir Sigrúnarson yfirlæknir og Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur.

Frosti Logason, útvarpsmaður og nú stjórnarmaður í SÁÁ, sagði í samtali við Fréttablaðið nú á dögunum að hann hafi óttast að stór hluti starfsfólksins myndi einfaldlega segja upp með Þórarinn sem formann.

Í stjórn eru kjörin: Anna Hildur Guðmundsdóttir, Berglind Þöll Heimisdóttir, Frosti Logason, Gróa Ásgeirsdóttir, Haukur Einarsson, Hekla Jósepsdóttir, Héðinn Eyjólfsson, Hilmar Kristensson, Hörður Svavarsson, Ingibergur Ragnarsson, Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir, Sigurður Ragnar Guðmundsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Þráinn Farestveit.

Í varastjórn eru Óskar Torgi Viggósson, Ragnar Þór Reynisson, Rúnar Freyr Gíslason, Hörður J. Oddfríðarson, Ingunn Hansdóttir, Ásmundur Friðriksson og Grétar Örvarsson.