„Þetta var ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, í samtali við Stöð 2 og Vísi. Hann vísar þar til yfirlýsingar Þórdísar Lóu, oddvita Viðreisnar, frá því í dag þar sem hún segir að það sé kominn tími á að Viðreisn, Framsókn og Píratar hefji formlegar meirihlutaviðræður við Framsóknarflokkinn.

Einar segir yfirlýsingar Þórdísar Lóu fækka valkostunum. „Núna erum við bara að melta þessar upplýsingar,“ sagði hann og bætti við að hann hefði kallað til fund hjá Framsóknarfólki í Reykjavík til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin.

Einar segir Framsóknarflokkinn tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri. „Það er málefnalegur samhljómur hjá flestum flokkum svo við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði hann.

„Það er lýðræðisleg krafa kjósenda um breytingu,“ segir Einar en útilokar þó ekki að ganga til liðs við Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar. En ef sá meirihluti verður myndaður mun sá meirihluti hafa þrettán borgarfulltrúa.

Einar segir ekki skynsamlegt að setja kröfur um borgarstjórastólinn áður en menn byrji að ræða um málefnin og því ætli hann ekki að gera það.