Einar Örn Thor­la­cius, lög­fræðingur hjá Mat­væla­stofnun, hjólaði í vinnuna í morgun, alla leið frá Reykja­vík til Sel­foss. „Það hjóla margir í vinnuna, það er svo­lítið lengra fyrir mig en marga aðra,“ segir Einar í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þetta er í níunda skiptið sem Einar hjólar frá Reykja­vík til Sel­foss en hann segist hafa lofað sjálfum sér að hjóla ár­lega í vinnuna eftir að hann byrjaði að vinna hjá Mat­væla­stofnun.

Einar er bú­settur í Þing­holtunum í Reykja­vík en vinnur í Mat­væla­stofnun, sem stað­sett er á Sel­fossi. Hjóla­ferðin var 60 kíló­metrar og það tók hann rúmar fimm klukku­stundir að komast í vinnuna. Einar lagði af stað klukkan hálf sex í morgun og var kominn á leiðar­enda að verða ellefu.

„Ég stoppaði á Litlu kaffi­stofunni en það var því miður ekki búið að opna hana, ég settist á bekk þar í smá stund, svo hélt ég á­fram og fékk mér hressingu á bensín­stöð í Hvera­gerði og svo kláraði ég þessa tólf kíló­metra á milli Hvera­gerðis og Sel­foss,“ sagði Einar.

„Um­ferðin er mikil en maður verður að leiða þá hjá, maður getur ekki enda­laust hjólað og látið alla um­ferðina fara í taugarnar á sér,“ segir Einar.
Fréttablaðið/Aðsend

Einar hjólaði með vind í fangið allan tímann. „Það hefði verið skemmti­legra að hjóla í hina áttina með vindinn í bakið,“ sagði hann en hann lét vindinn ekki stoppa sig.

Einar hjólaði Hellis­heiðina en segir að þetta sé ekki besta leiðin fyrir hjólandi ein­stak­linga, út af um­ferðinni. „Um­ferðin er mikil en maður verður að leiða þá hjá, maður getur ekki enda­laust hjólað og látið alla um­ferðina fara í taugarnar á sér,“ segir Einar.

Að­spurður að því hvort hann hjóli líka baka­leiðina segist hann ekki venju­lega gera það, venju­lega taki hann strætó til baka. Í þetta skipti ætlar for­stjóri Mat­væla­stofnunar, sem er að sögn Einars geysi­leg hjól­reiða­kona, að hjóla með honum til baka til Reykja­víkur.

„Hún vill ólm hjóla til baka með mér og ég er að hugsa að láta eftir henni og láta á það reyna. Ég hef aldrei farið fram og til baka sama daginn,“ sagði Einar.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, og Einar hjóla heim til Reykjuavíkur saman.
Fréttablaðið/Aðsend mynd